Hafnsögumaður ber bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 21:16 Andrés Þorsteinn Sigurðsson hefur verið yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar síðastliðin fimmtán ár. Vísir/Vilhelm Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakar Írisi Róbertsdóttur um einelti og lygar. Andrés hefur sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Vestmannaeyjar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Vestmannaeyjar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira