Hjól og hundar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Samgöngur Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar