Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Christopher Campbell, faðir hins unga William Cole, segir það hafa verið súrrealískt að sjá hann spila sinn fyrsta leik. Vísir/Stöð 2 Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt. William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira