Næsti leikur ÍBV er gegn Þór á Akureyri á föstudaginn kemur. Samkvæmt heimildum Vísis mun ÍBV fara fram á frestun, en óvíst er með framhald þeirra í toppbaráttu Lengjudeildarinnar.
Liðið situr í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan Kórdrengi í þriðja sæti. Kórdrengir hafa þó leikið einum leik minna og gæti munurinn því verið aðeins fjögur stig þegar sex umferðir eru eftir.