Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. egill aðalsteins Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira