Ráðherra réttlætir skaðlega þróun Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2021 14:01 Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum. Í grein sem ég birti hér á Vísi.is á mánudag bendi ég á að fækkun legurýma er „ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir“. Þetta er mikilvægt en breytir því ekki að jafnvel fyrir heimsfaraldur var nýtingarhlutfall legurýma hjá Landspítala gjarnan um og yfir 100%. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, bendir á að þetta hafi verið staðan á Landspítalanum í meira en áratug, óháð göngudeildarþjónustu og aukinni tækni. „OECD-viðmiðin tala um að eðlileg nýting á bráðasjúkrahúsi ætti að vera 85% en allt yfir 90% sé á hættustigi. 100% nýting er skaðleg, slítur út starfsfólki, dregur úr eðlilegum afköstum og kemur í veg eðlilegt svigrúmi spítalans að takast á við faraldra líkt og við erum að upplifa nú,“ skrifar hann. Þetta vita heilbrigðisráðherra, flokksfélagar hennar og samherjar í ríkisstjórn sem hafa brugðist seint og illa við gagnrýni og neyðarhrópum innan úr heilbrigðiskerfinu en skammast í starfsfólki fyrir að „tala spítalann niður“. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140,“ skrifar ráðherra – en hver hefur haldið því fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað? Það sem skiptir máli er að fjölgun hjúkrunarrýma og uppbygging öldrunarþjónustu hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Um það getur fjöldi fólks sem þarf að bíða vikum saman á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili vitnað. Sjúklingar og starfsfólk eiga skilið að fjallað sé um þessi mál út frá staðreyndum og að það taki við ríkisstjórn í haust sem setur eflingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum. Í grein sem ég birti hér á Vísi.is á mánudag bendi ég á að fækkun legurýma er „ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir“. Þetta er mikilvægt en breytir því ekki að jafnvel fyrir heimsfaraldur var nýtingarhlutfall legurýma hjá Landspítala gjarnan um og yfir 100%. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, bendir á að þetta hafi verið staðan á Landspítalanum í meira en áratug, óháð göngudeildarþjónustu og aukinni tækni. „OECD-viðmiðin tala um að eðlileg nýting á bráðasjúkrahúsi ætti að vera 85% en allt yfir 90% sé á hættustigi. 100% nýting er skaðleg, slítur út starfsfólki, dregur úr eðlilegum afköstum og kemur í veg eðlilegt svigrúmi spítalans að takast á við faraldra líkt og við erum að upplifa nú,“ skrifar hann. Þetta vita heilbrigðisráðherra, flokksfélagar hennar og samherjar í ríkisstjórn sem hafa brugðist seint og illa við gagnrýni og neyðarhrópum innan úr heilbrigðiskerfinu en skammast í starfsfólki fyrir að „tala spítalann niður“. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140,“ skrifar ráðherra – en hver hefur haldið því fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað? Það sem skiptir máli er að fjölgun hjúkrunarrýma og uppbygging öldrunarþjónustu hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Um það getur fjöldi fólks sem þarf að bíða vikum saman á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili vitnað. Sjúklingar og starfsfólk eiga skilið að fjallað sé um þessi mál út frá staðreyndum og að það taki við ríkisstjórn í haust sem setur eflingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar