Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 10:00 Breiðablik á fyrir höndum úrslitaleik gegn heimaliði Gintra í Litháen á morgun klukkan 15. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann. Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn