Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:26 Hætta er talin á að ungt fólk hætti að taka þátt í opinberum umræðum á netinu vegna áreitis sem það verður fyrir. Getty Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira