Samstaða er ekki sjálfsögð Kristján Steinn Magnússon skrifar 19. ágúst 2021 13:00 Eitt af því dýrmætasta sem mannfólk getur áunnið sér er frelsi. Að geta um frjálst höfuð strokið í vestrænu lýðræðisríki eru líklega mestu forréttindi sem við Íslendingar búum við. Frelsi er ekki sjálfsagt og ekki ókeypis. Spyrjið bara þá fjölmörgu hópa samfélagsins sem hafa þurft, og þurfa enn, að berjast fyrir sínu frelsi í tímans rás. Á Íslandi búa nú u.þ.b. þrjár kynslóðir fólks, sem hafa upplifað einhverja mestu friðar- og frelsistíma í mannkynssögunni, þ.e. áratugina frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það er ekki svo að segja að engin áföll hafi riðið yfir þjóðina frá árinu 1945, þvert á móti, en aldrei síðan þá hefur verið saumað jafn verulega að frelsi almennra borgara og í heimsfaraldri Covid-19. Við megum hrósa happi yfir því að lengi framan af, og raunar allar götur þar til fyrir nokkrum vikum var gripið til nauðsynlegra og árangursríkra aðgerða sem gerðu Ísland að ákveðinni fyrirmynd annarra þjóða um hvernig óvarin þjóð heldur veirusjúkdómi í skefjum. Það má hins vegar ekki gleyma þeim fórnum sem fram voru færðar svo að þessi árangur næðist. Þjóðin gaf eftir frelsi sitt hvað eftir annað, og ekki að ósekju, í þágu sóttvarna. Það er því þyngra en tárum taki að heyra orðræðu sóttvarnaryfirvalda undanfarnar vikur (þegar yfir höfuð er samræmi í því hvað sóttvarnaryfirvöld segja fyrir og eftir hádegi) um framtíðarsýn fyrir fullbólusetta þjóð. Framtíðarsýnin er sérstaklega ógnvekjandi þegar kraftur múgsefjunar og tregða mannfólks til að breyta út af vana (góðum eða slæmum) eru höfð í huga. Það er með okkur mannfólkið eins og froskinn í pottinum, við sitjum kyrr ef vatnið er hitað smám saman. Þægindi vanans Kraft múgsefjunar og vanafestu mátti glögglega sjá fyrr í sumar þegar reglugerð um sóttvarnir tók gildi sem kvað á um grímuskyldu þar sem ekki væri mögulegt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Ekki liðu margir dagar þar til flestallar verslanir landsins höfðu komið á grímuskyldu, óháð því hvort einhver hætta á því að fjarlægðarmörk væru ekki tryggð væri til staðar. Annað dæmi þar sem uggvænlega er vegið að frelsi fólks til athafna, er frásögn Vísis af afskiptum lögreglu af samkvæmi ungs fólks í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á dögunum. Þar leysti lögreglan upp gleðskap ungra, hraustra og (ég gef mér) fullbólusettra ungmenna í krafti ímyndaðrar viðbótar við sóttvarnarreglugerð sem bannar starfsemi skemmtistaða, kráa „og þess háttar“ eftir miðnætti. Ekkert óljóst og opið orðalag í þessa veru er að finna í reglugerðinni. Lausn lögreglunnar á vanda ungmennanna var að færa skyldi gleðskapinn í heimahús. Eruð þið undrandi? Ég líka. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra mátti gjöra svo vel að kokka upp eftiráskýringu fyrir undirmenn sína um að veitingaleyfi þessa gamla félagsheimilis hafi verið ástæða aðgerðanna. Þunnur þrettándi það. Þessi atburðarás minnti mann óneitanlega á frábæran pistil Halldórs Armands um hættur skemmtanalífsins sem birtist á RÚV í júní. Aðgerðirnar eru ekki vægar Sóttvarnar- og heilbrigðisyfirvöldum hefur verið tíðrætt um, í gegnum faraldurinn allan, að aðgerðir hér á landi séu vægar, sér í lagi í samanburði við aðgerðir annarra þjóða og því megi bara nokkuð vel við una. Það blasir við að slík ummæli standast ekki nokkra skoðun, fyrir utan það að verra eða alvarlegra ástand annars staðar í heiminum réttlætir ekki aðgerðir hér á landi. Þjóðir heimsins eru ekki í keppni um hver sé með vægustu aðgerðirnar, heldur hlýtur markmið stjórnvalda hverju sinni að vera að takmarka ekki frelsi borgara sinna meira en ítrasta nauðsyn krefur. Aðgerðir sem kosta ríkissjóð fjármuni af stærðargráðunni „mörg hundruð milljarðar“, reikningur sem fellur á skattgreiðendur framtíðarinnar vel að merkja, eru ekki vægar aðgerðir. Aðgerðir sem sauma svo nærri heilum atvinnugreinum að fjöldagjaldþrot virðast óumflýjanleg rætist framtíðarsýn sóttvarnarlæknis, svo sem í skemmtanalífs- og veitingageiranum, eru ekki vægar. Aðgerðir sem senda tugi foreldra ásamt börnum sínum í sóttkví vegna smits eins barns, sem jafnvel er einkennalaust, og takmarka þannig starfsemi þeirra fyrirtækja sem viðkomandi foreldrar starfa hjá í fleiri daga eru ekki vægar. Ríkið er ekki botnlaus hít fjármuna Þrátt fyrir að margar, og raunar flestar þeirra aðgerða sem ráðist var í áður en þorri þjóðarinnar var bólusettur hafi verið skynsamlegar og vel heppnaðar þá væri áhugavert að geta skyggnst inn í hliðarveröld sem sýndi hvernig aðgerðirnar hefðu komið við kauninn á þjóðinni ef ríkið hefði ekki staðið við bakið á almenningi og fyrirtækjum í landinu með geigvænlegum fjárútlátum, þ.e. ef fjárhagslegar afleiðingar slíkra aðgerða hefðu komið beint við veskið hjá fólki. Við megum hrósa happi yfir því að staða ríkissjóðs hafi verið sú þegar faraldurinn skall á, að ríkið hafði bolmagn til að styðja jafn ríkulega við bakið á þjóðinni og raun bar vitni. Því er gott að hafa í huga, þegar frekari aðgerðir til lengri eða skemmri tíma eru ræddar, að ríkið hefur ekki endalaust þol til stuðnings við einstaklinga og fyrirtæki. Í öllu falli hlýtur valið að standa milli þess að almenningur og atvinnulíf í landinu beri kostnað af slíkum aðgerðum, eða þá að reikningurinn falli á skattgreiðendur framtíðar. Hvoru tveggja hljómar illa í mínum eyrum. Coviðspyrna spólar í moldarflagi Lengst af faraldurs, með nokkrum mjög velkomnum undantekningum undanfarnar vikur, hefur fólk sem kennt hefur verið við „Coviðspyrnuna“ látið mest á sér bera í gagnrýni við aðgerðir yfirvalda vegna Covid-19. Það er miður, þar sem önnur gagnrýni á aðgerðirnar hefur fallið í skuggann, eða jafnvel verið sett undir sama hatt og gagnrýni þessa hóps. Þrátt fyrir að margt sé verulega gagnrýnivert við þær aðgerðir sem lagðar hafa verið til á undanförnum vikum, þá skal þess getið hér að bólusetningar og skilvirkt og öflugt heilbrigðiskerfi eru leiðarljósið út úr skugga Covid-19. Gagnrýni á aðgerðir þarf að vera á vísindalegum grundvelli þar sem það á við og sett fram af yfirvegun í hvívetna. Við erum öll í þessu saman Þeir hafa verið fjölmargir, upplýsingafundirnir (sem reyndar hafa alls ekki allir verið sérstaklega upplýsandi) sem hafa endað á niðurlagi um mikilvægi samstöðu og samtakamáttar í aðgerðum gegn faraldrinum. Samstaða er göfugt og nauðsynlegt tól fyrir þjóð sem tekst á við veirufaraldur. Ekki er þó hægt að ætlast til skilyrðislausrar samstöðu þegar tilgangur aðgerða verður óljós og ónauðsynlega er gengið á dýrmætt frelsi almennra borgara. Samstaða er ekki einstefnugata milli yfirvalda og almennings, og ef almenningur sér ekki glóru í boðuðum aðgerðum þá mega minnisblöð sín skyndilega lítils. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því dýrmætasta sem mannfólk getur áunnið sér er frelsi. Að geta um frjálst höfuð strokið í vestrænu lýðræðisríki eru líklega mestu forréttindi sem við Íslendingar búum við. Frelsi er ekki sjálfsagt og ekki ókeypis. Spyrjið bara þá fjölmörgu hópa samfélagsins sem hafa þurft, og þurfa enn, að berjast fyrir sínu frelsi í tímans rás. Á Íslandi búa nú u.þ.b. þrjár kynslóðir fólks, sem hafa upplifað einhverja mestu friðar- og frelsistíma í mannkynssögunni, þ.e. áratugina frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það er ekki svo að segja að engin áföll hafi riðið yfir þjóðina frá árinu 1945, þvert á móti, en aldrei síðan þá hefur verið saumað jafn verulega að frelsi almennra borgara og í heimsfaraldri Covid-19. Við megum hrósa happi yfir því að lengi framan af, og raunar allar götur þar til fyrir nokkrum vikum var gripið til nauðsynlegra og árangursríkra aðgerða sem gerðu Ísland að ákveðinni fyrirmynd annarra þjóða um hvernig óvarin þjóð heldur veirusjúkdómi í skefjum. Það má hins vegar ekki gleyma þeim fórnum sem fram voru færðar svo að þessi árangur næðist. Þjóðin gaf eftir frelsi sitt hvað eftir annað, og ekki að ósekju, í þágu sóttvarna. Það er því þyngra en tárum taki að heyra orðræðu sóttvarnaryfirvalda undanfarnar vikur (þegar yfir höfuð er samræmi í því hvað sóttvarnaryfirvöld segja fyrir og eftir hádegi) um framtíðarsýn fyrir fullbólusetta þjóð. Framtíðarsýnin er sérstaklega ógnvekjandi þegar kraftur múgsefjunar og tregða mannfólks til að breyta út af vana (góðum eða slæmum) eru höfð í huga. Það er með okkur mannfólkið eins og froskinn í pottinum, við sitjum kyrr ef vatnið er hitað smám saman. Þægindi vanans Kraft múgsefjunar og vanafestu mátti glögglega sjá fyrr í sumar þegar reglugerð um sóttvarnir tók gildi sem kvað á um grímuskyldu þar sem ekki væri mögulegt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Ekki liðu margir dagar þar til flestallar verslanir landsins höfðu komið á grímuskyldu, óháð því hvort einhver hætta á því að fjarlægðarmörk væru ekki tryggð væri til staðar. Annað dæmi þar sem uggvænlega er vegið að frelsi fólks til athafna, er frásögn Vísis af afskiptum lögreglu af samkvæmi ungs fólks í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á dögunum. Þar leysti lögreglan upp gleðskap ungra, hraustra og (ég gef mér) fullbólusettra ungmenna í krafti ímyndaðrar viðbótar við sóttvarnarreglugerð sem bannar starfsemi skemmtistaða, kráa „og þess háttar“ eftir miðnætti. Ekkert óljóst og opið orðalag í þessa veru er að finna í reglugerðinni. Lausn lögreglunnar á vanda ungmennanna var að færa skyldi gleðskapinn í heimahús. Eruð þið undrandi? Ég líka. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra mátti gjöra svo vel að kokka upp eftiráskýringu fyrir undirmenn sína um að veitingaleyfi þessa gamla félagsheimilis hafi verið ástæða aðgerðanna. Þunnur þrettándi það. Þessi atburðarás minnti mann óneitanlega á frábæran pistil Halldórs Armands um hættur skemmtanalífsins sem birtist á RÚV í júní. Aðgerðirnar eru ekki vægar Sóttvarnar- og heilbrigðisyfirvöldum hefur verið tíðrætt um, í gegnum faraldurinn allan, að aðgerðir hér á landi séu vægar, sér í lagi í samanburði við aðgerðir annarra þjóða og því megi bara nokkuð vel við una. Það blasir við að slík ummæli standast ekki nokkra skoðun, fyrir utan það að verra eða alvarlegra ástand annars staðar í heiminum réttlætir ekki aðgerðir hér á landi. Þjóðir heimsins eru ekki í keppni um hver sé með vægustu aðgerðirnar, heldur hlýtur markmið stjórnvalda hverju sinni að vera að takmarka ekki frelsi borgara sinna meira en ítrasta nauðsyn krefur. Aðgerðir sem kosta ríkissjóð fjármuni af stærðargráðunni „mörg hundruð milljarðar“, reikningur sem fellur á skattgreiðendur framtíðarinnar vel að merkja, eru ekki vægar aðgerðir. Aðgerðir sem sauma svo nærri heilum atvinnugreinum að fjöldagjaldþrot virðast óumflýjanleg rætist framtíðarsýn sóttvarnarlæknis, svo sem í skemmtanalífs- og veitingageiranum, eru ekki vægar. Aðgerðir sem senda tugi foreldra ásamt börnum sínum í sóttkví vegna smits eins barns, sem jafnvel er einkennalaust, og takmarka þannig starfsemi þeirra fyrirtækja sem viðkomandi foreldrar starfa hjá í fleiri daga eru ekki vægar. Ríkið er ekki botnlaus hít fjármuna Þrátt fyrir að margar, og raunar flestar þeirra aðgerða sem ráðist var í áður en þorri þjóðarinnar var bólusettur hafi verið skynsamlegar og vel heppnaðar þá væri áhugavert að geta skyggnst inn í hliðarveröld sem sýndi hvernig aðgerðirnar hefðu komið við kauninn á þjóðinni ef ríkið hefði ekki staðið við bakið á almenningi og fyrirtækjum í landinu með geigvænlegum fjárútlátum, þ.e. ef fjárhagslegar afleiðingar slíkra aðgerða hefðu komið beint við veskið hjá fólki. Við megum hrósa happi yfir því að staða ríkissjóðs hafi verið sú þegar faraldurinn skall á, að ríkið hafði bolmagn til að styðja jafn ríkulega við bakið á þjóðinni og raun bar vitni. Því er gott að hafa í huga, þegar frekari aðgerðir til lengri eða skemmri tíma eru ræddar, að ríkið hefur ekki endalaust þol til stuðnings við einstaklinga og fyrirtæki. Í öllu falli hlýtur valið að standa milli þess að almenningur og atvinnulíf í landinu beri kostnað af slíkum aðgerðum, eða þá að reikningurinn falli á skattgreiðendur framtíðar. Hvoru tveggja hljómar illa í mínum eyrum. Coviðspyrna spólar í moldarflagi Lengst af faraldurs, með nokkrum mjög velkomnum undantekningum undanfarnar vikur, hefur fólk sem kennt hefur verið við „Coviðspyrnuna“ látið mest á sér bera í gagnrýni við aðgerðir yfirvalda vegna Covid-19. Það er miður, þar sem önnur gagnrýni á aðgerðirnar hefur fallið í skuggann, eða jafnvel verið sett undir sama hatt og gagnrýni þessa hóps. Þrátt fyrir að margt sé verulega gagnrýnivert við þær aðgerðir sem lagðar hafa verið til á undanförnum vikum, þá skal þess getið hér að bólusetningar og skilvirkt og öflugt heilbrigðiskerfi eru leiðarljósið út úr skugga Covid-19. Gagnrýni á aðgerðir þarf að vera á vísindalegum grundvelli þar sem það á við og sett fram af yfirvegun í hvívetna. Við erum öll í þessu saman Þeir hafa verið fjölmargir, upplýsingafundirnir (sem reyndar hafa alls ekki allir verið sérstaklega upplýsandi) sem hafa endað á niðurlagi um mikilvægi samstöðu og samtakamáttar í aðgerðum gegn faraldrinum. Samstaða er göfugt og nauðsynlegt tól fyrir þjóð sem tekst á við veirufaraldur. Ekki er þó hægt að ætlast til skilyrðislausrar samstöðu þegar tilgangur aðgerða verður óljós og ónauðsynlega er gengið á dýrmætt frelsi almennra borgara. Samstaða er ekki einstefnugata milli yfirvalda og almennings, og ef almenningur sér ekki glóru í boðuðum aðgerðum þá mega minnisblöð sín skyndilega lítils. Höfundur er verkfræðingur.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun