Talsmaður lögreglu staðfestir þetta að því er segir í frétt BBC. Eigi atvikið að hafa átt sér stað síðastliðinn mánudag.
Lögregluyfirvöld í Ventura-sýslu munu senda gögn úr rannsókn sinni til saksóknaraembættis þar sem afstaða verði tekin til hvort að ákæra verði gefin út.
Hin 39 ára Spears er sökuð um að hafa slegið farsíma úr höndum starfsmannsins eftir rifrildi.
Mathew S Rosengart, lögmaður Spears, segir skjólstæðing sinn hafna ásökunum, málið vera tilbúning og of mikið gert úr málinu. Málið hafi snúist um farsíma enginn hafi slegið til neins og augljóslega hafi enginn meiðst.
Spears réði Rosengart í síðasta mánuði, en söngkonan hefur síðustu misserin reynt að losna utan stjórn föður síns sem hefur verið lögráðamaður hennar og haldið utan um fjármál hennar.
Faðir hennar, Jamie Spears, hætti sem lögráðamaður dóttur sinnar í síðustu viku, eftir að hafa gegnt hlutverkinu síðustu þrettán árin.