Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 18:50 Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum. vísir/egill Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. Skólaráð fundaði með fulltrúum Reykjavíkurborgar í gærkvöldi vegna málsins. Í kjölfarið ákvað borgin að leita beint til foreldra og kanna vilja þeirra með könnun, þar sem boðið er upp á þrjá valkosti í stöðunni. Þeir eru: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrar hafa til hádegis á morgun að svara könnuninni og vonast borgin eftir góðri þátttöku. Vilja hjálpa hverfinu Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins, segir í samtali við Vísi að samtökin hafi ekki neinna hagsmuna að gæta í málinu. Þau hafi aðeins séð umfjöllun um vandann sem var kominn upp og boðið Reykjavíkurborg að nýta aðstöðu sína. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Við lítum bara á þetta sem nágrannagreiða. Við erum hérna í sama póstnúmeri og viljum bara hjálpa til í hverfinu eins og við getum,“ segir Hjördís. „Okkur finnst þetta vera samfélagsleg ábyrgð. Það er fullt af börnum þarna sem hafa ekki húsnæði til að byrja í skólanum.“ Hún segir húsnæðið henta vel undir kennslu nokkurra árganga. Hjálpræðisherinn er enn með starfsemi í húsinu en hún segir að hún sé sjaldnast mikil á skólatíma. Ekkert mál væri að vinna sig í kring um það að kennt yrði í húsnæðinu á daginn. Vísir ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar og varaformann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um málið í gær: Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Skólaráð fundaði með fulltrúum Reykjavíkurborgar í gærkvöldi vegna málsins. Í kjölfarið ákvað borgin að leita beint til foreldra og kanna vilja þeirra með könnun, þar sem boðið er upp á þrjá valkosti í stöðunni. Þeir eru: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrar hafa til hádegis á morgun að svara könnuninni og vonast borgin eftir góðri þátttöku. Vilja hjálpa hverfinu Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins, segir í samtali við Vísi að samtökin hafi ekki neinna hagsmuna að gæta í málinu. Þau hafi aðeins séð umfjöllun um vandann sem var kominn upp og boðið Reykjavíkurborg að nýta aðstöðu sína. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Við lítum bara á þetta sem nágrannagreiða. Við erum hérna í sama póstnúmeri og viljum bara hjálpa til í hverfinu eins og við getum,“ segir Hjördís. „Okkur finnst þetta vera samfélagsleg ábyrgð. Það er fullt af börnum þarna sem hafa ekki húsnæði til að byrja í skólanum.“ Hún segir húsnæðið henta vel undir kennslu nokkurra árganga. Hjálpræðisherinn er enn með starfsemi í húsinu en hún segir að hún sé sjaldnast mikil á skólatíma. Ekkert mál væri að vinna sig í kring um það að kennt yrði í húsnæðinu á daginn. Vísir ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar og varaformann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um málið í gær:
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16