Breiðablik valtaði yfir litáísku meistarana og fer áfram í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 16:50 Blikakonur skoruðu fimm skallamörk í risasigri sínum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann 8-1 sigur á Litáensmeisturum Gintra á Siauliai-vellinum í Litáen í dag. Liðið er þar með komið áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er skrefi nær riðlakeppninni. Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira