Börnin okkar Helgi Héðinsson skrifar 21. ágúst 2021 17:30 Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár. Mörg höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ala upp börn. Börn setja alla hluti í annað samhengi og opna fyrir okkur víddir sem við vissum ekki að væru til. Allt í einu er ekkert eins og áður. Við grátum af gleði. Við óttumst skyndilega hluti sem áður voru sjálfsagðir. Við upplifum tilfinningar af áður óþekktum styrk og það rennur upp fyrir okkur þegar við horfum á börnin að í þeim koma saman allir geislar sólarinnar. Allar gersemar mannlegrar tilvistar. Framfarir Mörg helstu framfaraskref sögunnar eiga það sameiginlegt að vera svo augljós, en aðeins þegar einhver annar hefur rutt veginn. Oft af ómældum metnaði sem drifinn er áfram af skýrri sín á markmiðið og tilganginn. Mér varð hugsað til þess þegar ég las viðtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þar sem hann lýsti því hvers vegna hann setti málefni barna í algeran forgang, að þarna hefði hann stigið skref af þessu tagi. Augljóst framfaraskref og vakti mann til umhugsunar hvers vegna þetta hafði ekki verið gert fyrir löngu. Hvað gæti eiginlega skipt meira máli? Vegferð Ásmundar og þess öfluga Framsóknarfólks sem er honum að baki hefur verið aðdáunarverð og á skömmum tíma hefur hann hrundið í framkvæmd kerfisbreytingum sem skipta munu sköpum í lífi barna og aðstandenda þeirra. Í stað þess að börn og aðstandendur þurfi að aðlaga sig að flóknu kerfinu verður kerfið aðlagað til að mæta fjölbreyttum þörfum barnanna. Börnin miðpunkturinn og þarfir þeirra aðalatriðið. Við þurfum nefnilega æði mörg stuðning og aðstoð þegar á reynir og hvert einasta barn sem við náum að styðja til betra lífs er verðmætara en allt gull heimsins. Margt er enn óunnið, en ég vona sannarlega að Ásmundur leiði þá vegferð sem hann hefur komið af stað á komandi kjörtímabili. Það er kjósenda að tryggja að svo verði. Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Helgi Héðinsson Réttindi barna Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár. Mörg höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ala upp börn. Börn setja alla hluti í annað samhengi og opna fyrir okkur víddir sem við vissum ekki að væru til. Allt í einu er ekkert eins og áður. Við grátum af gleði. Við óttumst skyndilega hluti sem áður voru sjálfsagðir. Við upplifum tilfinningar af áður óþekktum styrk og það rennur upp fyrir okkur þegar við horfum á börnin að í þeim koma saman allir geislar sólarinnar. Allar gersemar mannlegrar tilvistar. Framfarir Mörg helstu framfaraskref sögunnar eiga það sameiginlegt að vera svo augljós, en aðeins þegar einhver annar hefur rutt veginn. Oft af ómældum metnaði sem drifinn er áfram af skýrri sín á markmiðið og tilganginn. Mér varð hugsað til þess þegar ég las viðtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þar sem hann lýsti því hvers vegna hann setti málefni barna í algeran forgang, að þarna hefði hann stigið skref af þessu tagi. Augljóst framfaraskref og vakti mann til umhugsunar hvers vegna þetta hafði ekki verið gert fyrir löngu. Hvað gæti eiginlega skipt meira máli? Vegferð Ásmundar og þess öfluga Framsóknarfólks sem er honum að baki hefur verið aðdáunarverð og á skömmum tíma hefur hann hrundið í framkvæmd kerfisbreytingum sem skipta munu sköpum í lífi barna og aðstandenda þeirra. Í stað þess að börn og aðstandendur þurfi að aðlaga sig að flóknu kerfinu verður kerfið aðlagað til að mæta fjölbreyttum þörfum barnanna. Börnin miðpunkturinn og þarfir þeirra aðalatriðið. Við þurfum nefnilega æði mörg stuðning og aðstoð þegar á reynir og hvert einasta barn sem við náum að styðja til betra lífs er verðmætara en allt gull heimsins. Margt er enn óunnið, en ég vona sannarlega að Ásmundur leiði þá vegferð sem hann hefur komið af stað á komandi kjörtímabili. Það er kjósenda að tryggja að svo verði. Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosningum.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun