Myndu leyfa mótefnalyfið ef Landspítali óskaði eftir því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 22:26 Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. mynd/lyfjastofnun Lyfjastofnun myndi samþykkja notkun mótefnalyfsins Ronapreve ef Landspítalinn óskaði eftir því að fá að nota það í meðferð sjúklinga með Covid-19. Lyfið fékk leyfi í Bretlandi í gær. Vísir náði tali af Rúnu Hauksdóttur Hvannberg fyrr í kvöld til að spyrjast fyrir um hvort stofnunin væri með það til skoðunar að veita mótefnalyfinu leyfi á Íslandi. Hún sagði að til að skoða það þyrfti stofnuninni að berast beiðni um leyfi fyrir notkun þess frá Landspítalanum en slík beiðni hefði ekki borist enn. „En það er þannig að ef það kemur ósk um að nota þetta lyf, þá myndum við í öllum tilfellum veita það,“ segir hún. „Það væri til dæmis byggt á því að það eru ekki til mörg úrræði við Covid-19.“ Samkvæmt frétt The Guardian um leyfi bresku lyfjastofnunarinnar í gær segir að rannsóknir sýni að lyfið geti dregið úr líkum á spítalainnlögnum um allt að 70 prósent. Það virki sérstaklega vel ef það er gefið þeim sem fá einkenni Covid-19 mjög snemma í veikindaferlinu. Lyfið virðist einnig flýta fyrir bata sjúklinga, í sumum tilfellum um allt að fjóra daga. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var gefið lyfið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Evrópusambandið hefur heimilað notkun lyfsins í neyð og Lyfjastofnun Evrópu er nú með það í prófunum. Rúna segir að Lyfjastofnun Íslands myndi veita Landspítalanum leyfi til að nota lyfið ef honum þætti það æskilegt á grunni þessa leyfis Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Evrópusambandið Landspítalinn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Vísir náði tali af Rúnu Hauksdóttur Hvannberg fyrr í kvöld til að spyrjast fyrir um hvort stofnunin væri með það til skoðunar að veita mótefnalyfinu leyfi á Íslandi. Hún sagði að til að skoða það þyrfti stofnuninni að berast beiðni um leyfi fyrir notkun þess frá Landspítalanum en slík beiðni hefði ekki borist enn. „En það er þannig að ef það kemur ósk um að nota þetta lyf, þá myndum við í öllum tilfellum veita það,“ segir hún. „Það væri til dæmis byggt á því að það eru ekki til mörg úrræði við Covid-19.“ Samkvæmt frétt The Guardian um leyfi bresku lyfjastofnunarinnar í gær segir að rannsóknir sýni að lyfið geti dregið úr líkum á spítalainnlögnum um allt að 70 prósent. Það virki sérstaklega vel ef það er gefið þeim sem fá einkenni Covid-19 mjög snemma í veikindaferlinu. Lyfið virðist einnig flýta fyrir bata sjúklinga, í sumum tilfellum um allt að fjóra daga. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var gefið lyfið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Evrópusambandið hefur heimilað notkun lyfsins í neyð og Lyfjastofnun Evrópu er nú með það í prófunum. Rúna segir að Lyfjastofnun Íslands myndi veita Landspítalanum leyfi til að nota lyfið ef honum þætti það æskilegt á grunni þessa leyfis Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Evrópusambandið Landspítalinn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira