BBC segir að í liðinni viku hafi tekist að flytja 28.000 manns á brott.
Þúsundir Afgana hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í þeirra von að komast úr landi og hafa tuttugu manns látist í örtröðinni.
Stefnt hefur verið að því að ljúka fólksflutningunum fyrir 31. ágúst en Biden sagði á fundi með fjölmiðlum í Hvíta húsinu í gærkvöldi að til greina kæmi að lengja þann frest.
Aðrir þjóðarleiðtogar hafa þrýst á að Bandaríkjamenn haldi yfirráðum yfir Kabúl-flugvelli lengur, þeirra á meðal Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, til að hægt verði að flytja fleiri á brott.
Átján farþegaþotur frá flugfélögum eru notaðar til flutninganna ásamt herflutningaflugvélum.