Faraldurinn hafi haft fleira jákvætt í för með sér en fólk átti sig á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 10:35 Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæðar hliðar faraldursins. Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ingveldur Gröndal segist telja að fleiri jákvæða fleti megi finna á kórónuveirufaraldrinum en fólk virðist almennt halda. Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæð áhrif faraldursins. „Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
„Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira