Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:50 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Vísir Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira