Hvers vegna mega strákarnir okkar smitast? Sigríður Elsa Álfhildardóttir skrifar 23. ágúst 2021 17:31 Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það. Þegar vísindin sýndu fram á gagnsemi grímunotkunar þá settum við á okkur grímur. Þegar bóluefnin komu til sögunnar létum við ekki okkar eftir liggja heldur flykktumst í bólusetningu. Auðvitað eru það vonbrigði að þau takmarki ekki dreifingu veirunnar eins og vonir höfðu staðið til – en fækkun alvarlegra veikinda og dauðsfalla segir sína sögu. Íslendingar eru hins vegar ekki allir jafnir þegar kemur að bólusetningum. Þvert á móti leyfum við helmingi þjóðarinnar að smitast af veiru sem getur valdið krabbameini í alvarlegustu tilfellunum. Strákar á Íslandi fá nefnilega ekki bólusetningu gegn HPV, ólíkt norskum kynbræðrum þeirra. Hvers vegna mega íslenskir strákar smitast og hvers vegna mega þeir smita óbólusetta einstaklinga? Almennar bólusetningar, en bara fyrir stelpur Á vef bandarísku sóttvarnastofnunarinnar segir að HPV sé algengasti kynsjúkdómurinn. Fólk sem er óbólusett gegn HPV sé þannig tiltölulega líklegt til að smitast einhvern tímann á lífsleiðinni. Aftur á móti eyðir ónæmiskerfi líkamans sýkingum af völdum veirunnar í langflestum tilfella innan nokkurra mánaða. Ef sýking nær hins vegar fótfestu og verður viðvarandi aukast líkur á krabbameini ef ekki er brugðist við. Þannig er HPV-veiran „grunnorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í legháls,“ eins og það er orðað á vef Landlæknis. Af þessum sökum eru íslenskar stúlkur bólusettar gegn veirunni við tólf ára aldur og er HPV-bólusetningin þar með hluti af almennum bólusetningum. Strákarnir okkar eru hins vegar ekki bólusettir gegn HPV, þó svo að veiran geti valdið frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins í hálsi, endaþarmi og typpi. Strákar geta vissulega fengið bóluefni gegn veirunni, en þá þurfa þeir að greiða fyrir það úr eigin vasa – ólíkt norskum strákum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskum strákum eigi líka að bjóðast ókeypis bólusetning við HPV, rétt eins og stelpunum okkar, á grundvelli jafnréttis og betri lýðheilsu. Krabbamein er lýðheilsuvandamál sem bæði veldur einstaklingnum skaða sem og samfélagslegu tjóni. Eigum við þá ekki að reyna að koma í veg fyrir það? Höfundur er sjúkraliðanemi og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það. Þegar vísindin sýndu fram á gagnsemi grímunotkunar þá settum við á okkur grímur. Þegar bóluefnin komu til sögunnar létum við ekki okkar eftir liggja heldur flykktumst í bólusetningu. Auðvitað eru það vonbrigði að þau takmarki ekki dreifingu veirunnar eins og vonir höfðu staðið til – en fækkun alvarlegra veikinda og dauðsfalla segir sína sögu. Íslendingar eru hins vegar ekki allir jafnir þegar kemur að bólusetningum. Þvert á móti leyfum við helmingi þjóðarinnar að smitast af veiru sem getur valdið krabbameini í alvarlegustu tilfellunum. Strákar á Íslandi fá nefnilega ekki bólusetningu gegn HPV, ólíkt norskum kynbræðrum þeirra. Hvers vegna mega íslenskir strákar smitast og hvers vegna mega þeir smita óbólusetta einstaklinga? Almennar bólusetningar, en bara fyrir stelpur Á vef bandarísku sóttvarnastofnunarinnar segir að HPV sé algengasti kynsjúkdómurinn. Fólk sem er óbólusett gegn HPV sé þannig tiltölulega líklegt til að smitast einhvern tímann á lífsleiðinni. Aftur á móti eyðir ónæmiskerfi líkamans sýkingum af völdum veirunnar í langflestum tilfella innan nokkurra mánaða. Ef sýking nær hins vegar fótfestu og verður viðvarandi aukast líkur á krabbameini ef ekki er brugðist við. Þannig er HPV-veiran „grunnorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í legháls,“ eins og það er orðað á vef Landlæknis. Af þessum sökum eru íslenskar stúlkur bólusettar gegn veirunni við tólf ára aldur og er HPV-bólusetningin þar með hluti af almennum bólusetningum. Strákarnir okkar eru hins vegar ekki bólusettir gegn HPV, þó svo að veiran geti valdið frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins í hálsi, endaþarmi og typpi. Strákar geta vissulega fengið bóluefni gegn veirunni, en þá þurfa þeir að greiða fyrir það úr eigin vasa – ólíkt norskum strákum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskum strákum eigi líka að bjóðast ókeypis bólusetning við HPV, rétt eins og stelpunum okkar, á grundvelli jafnréttis og betri lýðheilsu. Krabbamein er lýðheilsuvandamál sem bæði veldur einstaklingnum skaða sem og samfélagslegu tjóni. Eigum við þá ekki að reyna að koma í veg fyrir það? Höfundur er sjúkraliðanemi og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun