Stúkan verður tóm næstu fjóra leiki og maður handtekinn vegna óláta áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:00 Frá leiknum á laugardag. John Berry/Getty Images Yfirvöld í Nice í Frakklandi hafa tekið þá ákvörðun að loka stúkunni á Allianz Riviera-vellinum, þaðan sem flösku var kastað í Dimitri Payet í leik Nice og Marseille, verði lokað í fjóra leiki. Þá hefur maður verið handtekinn vegna atviksins. Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira