Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 13:55 Zabihullah Mujahid hefur verið talsmaður Talibana í tæpa tvo áratugi. MARCUS YAM/Getty Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð. Afganistan Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð.
Afganistan Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira