Svona var blaðamannafundur KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45 Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45
Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28