Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:26 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. vísir/Sigurjón Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira