Þar hafi Jóni Baldvini verið þakkað fyrir þann stuðning sem hann veitti Eystrasaltsþjóðunum í sjálfstæðisbaráttu þeirra á árunum 1989-1991 og fyrir að hafa ljáð þeim rödd á alþjóðavettvangi þegar enginn annar hafi heyrt til þeirra.
Jón Baldvin hafi átt fund með Egils Levits forseta Lettlands og verið aðalræðumaður í pallborðsumræðum ásamt Lech Walesa, fyrrverandi forseta Póllands, Vytauatas Landsbergis, fyrrverandi forseta Litháen og Stanislav Shushkevich, fyrrverandi forseta Belarús (Hvíta-Rússlands).
Þeir hafi rætt ástand alþjóðamála en þó aðallega hvernig Eystrasaltsþjóðir ættu að bregðast við hættunni úr austri, auk þess sem ástandið í Úkraínu hafi verið rætt og hvað hægt væri að læra af baltnesku leiðinni.