Serena og Venus eru meðal stærstu nafna tennisheimsins en eru báðar að glíma við meiðsli og geta því ekki tekið þátt á mótinu sem hefst á næstu dögum.
Samkvæmt AP fréttastofunni er hin 39 ára gamla Serena frá þar sem hún er með rifinn vöðva aftan í læri. Hafa meiðslin haldið henni frá keppni og æfingum síðan þau áttu sér stað í fyrsta setti Wimbledon-mótsins í júní.
Hin 41 árs gamla Venus hefur verið að glíma við meiðsli á fæti í allt sumar og treystir sér ekki til að taka þátt á mótinu.
Not the best news everyone. I am joining @serenawilliams @RafaelNadal and @rogerfederer on the injured list. It s still going to be a great US Open & many thanks to the @usta for the wild card. I was so looking forward to it, but it was not meant to be this year. I will be back! pic.twitter.com/s0PRgdSSx2
— Venus Williams (@Venuseswilliams) August 25, 2021
Ásamt Williams systrum eru þeir Roger Federer og Rafael Nadal einnig fjarverandi. Það vantar því fjögur af risanöfnum tennisheimsins á mótið sem hefst þann 30. ágúst.