Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 14:31 Tólfan var fáliðuð á landsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust. Nú er von á mun fleiri áhorfendum þegar Rúmenar mæta aftur í Laugardalinn næsta fimmtudag. vísir/hulda margrét Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara. KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara.
KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira