Heilbrigðisþjónustu skal byggja á jöfnuði, réttlæti og góðu aðgengi Pétur Heimisson skrifar 27. ágúst 2021 14:31 Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Pétur Heimisson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun