Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2021 16:24 Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli, þakkar guði fyrir að vera sjálfur heill á húfi. Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það lögreglumaður á Austurlandi sem beitti skotvopninu. Í framhaldinu mættu fulltrúar úr sérsveit ríkislögreglustjóra á svæðið. Liggur maður í götunni í blóði sínu Þröstur Jónsson er íbúi í Dalseli á Egilsstöðum og lýsti því í samtali við fréttastofu í dag þegar hann heyrði smelli fyrir utan húsið sitt. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur. Vill ekki hugsa til enda hvað hefði getað gerst Þröstur, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, segir í Facebook-færslu að það sé guði að þakka að hann sé heill á húfi. Hann ítrekar hve mikið lán það hafi verið að hann sneri við þegar hann var kominn út á stéttina. „Þori ekki að hugsa hvað hefði gerst hefði hann verið með hana hlaðna þegar ég kom út á stétt.“ Hann segir um tuttugu högl í glugganum á húsinu sínu og fjöldi hagla í veggjum sömuleiðis. Hann hrósar lögreglu fyrir störf á vettvangi. „Lögregla vann mjög faglega. Og maður prísar sig sælan að eiga slíkt einvala lið lögreglu hér austurfrá sem getur meira að segja tekist á við aðstæður sem þessar.“ Þröstur, sem er afar trúaður, biður guð að blessa lögregluna og sömuleiðis árásarmanninn. Hann var fluttur á Landspítalann í gærkvöldi en fréttastofa hefur ekki fengið tíðindi af líðan hans í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglan Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það lögreglumaður á Austurlandi sem beitti skotvopninu. Í framhaldinu mættu fulltrúar úr sérsveit ríkislögreglustjóra á svæðið. Liggur maður í götunni í blóði sínu Þröstur Jónsson er íbúi í Dalseli á Egilsstöðum og lýsti því í samtali við fréttastofu í dag þegar hann heyrði smelli fyrir utan húsið sitt. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur. Vill ekki hugsa til enda hvað hefði getað gerst Þröstur, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, segir í Facebook-færslu að það sé guði að þakka að hann sé heill á húfi. Hann ítrekar hve mikið lán það hafi verið að hann sneri við þegar hann var kominn út á stéttina. „Þori ekki að hugsa hvað hefði gerst hefði hann verið með hana hlaðna þegar ég kom út á stétt.“ Hann segir um tuttugu högl í glugganum á húsinu sínu og fjöldi hagla í veggjum sömuleiðis. Hann hrósar lögreglu fyrir störf á vettvangi. „Lögregla vann mjög faglega. Og maður prísar sig sælan að eiga slíkt einvala lið lögreglu hér austurfrá sem getur meira að segja tekist á við aðstæður sem þessar.“ Þröstur, sem er afar trúaður, biður guð að blessa lögregluna og sömuleiðis árásarmanninn. Hann var fluttur á Landspítalann í gærkvöldi en fréttastofa hefur ekki fengið tíðindi af líðan hans í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglan Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21
Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10