Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 08:45 Íbúi í Nýju Orleans ber sandpoka sem hann nældi sér í frá borgaryfirvöldum. Hluti borgarbúa hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín en aðrir hvattir til að fara að eigin hvötum. AP/Max Becherer/The Times-Picayune/The New Orleans Advocate Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent