Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. ágúst 2021 16:31 Afganir bíða þess þarna að komast upp í rútu eftir að hafa lent á Washington Dulles-flugvelli í Virginíu í Bandaríkjunum. Tækifærum til þess að komast frá Afganistan fer nú fækkandi. AP/Jose Luis Magana Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn. Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn.
Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16