Mannréttindi fyrir dósir Andrés Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2021 11:00 „Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Andrés Ingi Jónsson Mannréttindi Píratar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar