Már fjórði í sínum riðli og komst í úrslit: Gaf mótherja undir fótinn í miðju sundi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 07:00 Már synti sig inn í úrslitin í fjórsundi í nótt. ÍF Sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB í Reykjanesbæ er kominn í úrslit í 200 metra fjórsundi á Ólympíumóti fatlaðra sem nú fer fram í Tókýó í Japan. Már, sem syndir í flokki S11, synti í nótt í 200 metra fjórsund. Um er að ræða 50 metra baksund, 50 metra bringusund, 50 metra flugsund og 50 metra skriðsund. Már synti á tímanum 2:39,63 mín. sem þýddi að hann var fjórði í sínum riðli og áttundi þegar báðum undanriðlum var lokið. Már syndir til úrslita. Hefst sundið klukkan 09.53 að íslenskum tíma. Kappinn var til tals á RÚV að keppni lokinni og fór að kostum líkt og svo oft áður. Ásamt því að ræða sundið ræddi hann það hvernig hann gaf keppanda undir fótinn í miðri keppni. „Það skemmtilega við þetta sund er að þetta er í fyrsta skipti sem ég gef keppinauti undir fótinn í miðri keppni. Ég greip í fótinn á keppanda á braut þrjú í bringusundinu. Og ég veit ekki einu sinni hvort hann er sætur eða ekki, þannig að þetta er pínu vesen.“ „Ég er mjög sterkur í baksundinu en því miður er það bara 25% af þessum fjórum ferðum. Ég sökka í bringusundi, ég hefði kannski bara átt að halda fast í þennan fót sem ég greip í og hefði bara getað fengið að fljóta með yfir,“ sagði Már um þetta spaugilega atvik. Annars var Már á því að sundið hafi verið nokkuð fínt þó hann hafi verið töluvert frá sínum besta tíma. „Finn það vel að ég er enn mjög uppgefinn eftir átök laugardagsins,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson að endingu. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Már, sem syndir í flokki S11, synti í nótt í 200 metra fjórsund. Um er að ræða 50 metra baksund, 50 metra bringusund, 50 metra flugsund og 50 metra skriðsund. Már synti á tímanum 2:39,63 mín. sem þýddi að hann var fjórði í sínum riðli og áttundi þegar báðum undanriðlum var lokið. Már syndir til úrslita. Hefst sundið klukkan 09.53 að íslenskum tíma. Kappinn var til tals á RÚV að keppni lokinni og fór að kostum líkt og svo oft áður. Ásamt því að ræða sundið ræddi hann það hvernig hann gaf keppanda undir fótinn í miðri keppni. „Það skemmtilega við þetta sund er að þetta er í fyrsta skipti sem ég gef keppinauti undir fótinn í miðri keppni. Ég greip í fótinn á keppanda á braut þrjú í bringusundinu. Og ég veit ekki einu sinni hvort hann er sætur eða ekki, þannig að þetta er pínu vesen.“ „Ég er mjög sterkur í baksundinu en því miður er það bara 25% af þessum fjórum ferðum. Ég sökka í bringusundi, ég hefði kannski bara átt að halda fast í þennan fót sem ég greip í og hefði bara getað fengið að fljóta með yfir,“ sagði Már um þetta spaugilega atvik. Annars var Már á því að sundið hafi verið nokkuð fínt þó hann hafi verið töluvert frá sínum besta tíma. „Finn það vel að ég er enn mjög uppgefinn eftir átök laugardagsins,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson að endingu.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira