Nefndin segir aðra undirliggjandi þætti mögulega hafa átt þátt í dauða konunnar og ekki hefur verið gefinn út formlegur úrskurður um dánarorsök. Nefndin segir hins vegar líklegt að dauðsfallið megi rekja til bólusetningarinnar.
Aldur konunnar hefur ekki verið gefinn upp.
Evrópskir eftirlitsaðilar segja hjartavöðvabólgu afar sjaldgæfa aukaverkun bólusetningar gegn Covid-19 og að ávinningurinn af bólusetningu sé mun meiri en áhættan.
Meðal einkenna hjartavöðvabólgu eru nýtilkominn brjóstverkur, mæði og óeðlilegur hjartsláttur. Þeim sem upplifa þessi einkenni í kjölfar bólusetningar er ráðlagt að leita tafarlaust til læknis.