Bíræfnir bankaræningjar bundu gísla utan á flóttabíla sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 11:03 Ekki er vitað hve marga gísla ræningjarnir tóku. Bíræfnir og þungvopnaðir bankaræningjar fóru um miðborg borgarinnar Aracatuba í Brasilíu í morgun og rændu minnst þrjá banka. Skýldu ræningjarnir sér bakvið hóp gísla sem þeir höfðu tekið. Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021 Brasilía Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021
Brasilía Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira