Spennið beltin! Sigmar Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2021 12:30 Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Verðlag Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun