AIK segir KSÍ ekki hafa látið sig vita af brotum Kolbeins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 14:27 Kolbeinn Sigþórsson lék með AIK á árunum 2019-20. getty/Michael Campanella Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK segist ekki hafa fengið upplýsingar frá KSÍ um ofbeldisbrot Kolbeins Sigþórssonar þegar það samdi við leikmanninn fyrir rúmum tveimur árum. Kolbeinn braut gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur haustið 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi miskabætur. Þórhildur Gyða sagði sögu sína í kvöldfréttum RÚV á fimmtudaginn vegna ummæla Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, um að ekkert kynferðisofbeldismál hefði komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Í samtali við Aftonbladet segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, að fréttirnar um ofbeldisbrot Kolbeins hafi komið sér í opna skjöldu. RÚV fjallar um málið. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur hjá AIK, bæði fyrir mig og forvera minn í starfi, Björn Wesström. Við ræddum við KSÍ og fyrrverandi félög hans en fengum engar upplýsingar um þetta,“ sagði Jurelius. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019. Á tveimur tímabilum hjá félaginu lék hann 44 leiki og skoraði fjögur mörk. Kolbeinn samdi við Gautaborg í lok janúar á þessu ári. Í gær sendi félagið frá sér yfirlýsingu vegna brota Kolbeins. Þar er hegðun hans fordæmd. Gautaborg ræður nú ráðum sínum en svo gæti farið að félagið rifti samningi sínum við Kolbein. „Við erum að ræða þetta mál innanhúss,“ sagði Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr íslenska landsliðshópnum á sunnudaginn. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig einnig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Kolbeinn var einnig tekinn út úr landsliðinu í mars 2018 eftir að faðir Þórhildar Gyðu sendi Guðna og fleira starfsfólki KSÍ tölvupóst þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að Kolbeinn væri í landsliðshópnum. Íslenska liðið var þá í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim en meiðsli voru sögð vera ástæða þess. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32 Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47 Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30 Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Fleiri fréttir Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Kolbeinn braut gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur haustið 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi miskabætur. Þórhildur Gyða sagði sögu sína í kvöldfréttum RÚV á fimmtudaginn vegna ummæla Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, um að ekkert kynferðisofbeldismál hefði komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Í samtali við Aftonbladet segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, að fréttirnar um ofbeldisbrot Kolbeins hafi komið sér í opna skjöldu. RÚV fjallar um málið. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur hjá AIK, bæði fyrir mig og forvera minn í starfi, Björn Wesström. Við ræddum við KSÍ og fyrrverandi félög hans en fengum engar upplýsingar um þetta,“ sagði Jurelius. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019. Á tveimur tímabilum hjá félaginu lék hann 44 leiki og skoraði fjögur mörk. Kolbeinn samdi við Gautaborg í lok janúar á þessu ári. Í gær sendi félagið frá sér yfirlýsingu vegna brota Kolbeins. Þar er hegðun hans fordæmd. Gautaborg ræður nú ráðum sínum en svo gæti farið að félagið rifti samningi sínum við Kolbein. „Við erum að ræða þetta mál innanhúss,“ sagði Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr íslenska landsliðshópnum á sunnudaginn. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig einnig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Kolbeinn var einnig tekinn út úr landsliðinu í mars 2018 eftir að faðir Þórhildar Gyðu sendi Guðna og fleira starfsfólki KSÍ tölvupóst þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að Kolbeinn væri í landsliðshópnum. Íslenska liðið var þá í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim en meiðsli voru sögð vera ástæða þess.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32 Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47 Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30 Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Fleiri fréttir Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32
Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47
Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30
Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32