Mathew Rosengart segir Jamie Spears freista þess að skilyrða afsögn sína því að bú Britney greiði þann kostnað sem fallið hefur til við rekstur málsins fyrir dómstólum, það er fyrir vinnu lögmanna og ráðgjafa Jamie.
Kostnaðurinn er sagður nema 2 milljónum dala.
Samkvæmt ákvæðum forræðissamkomulagsins ber búinu að greiða allan kostnað sem fellur til vegna umsjá þess. Rosengart segir hins vegar enga ástæðu til að fresta því að Jamie verði settur af sem forráðamaður.
Bú söngkonunnar er metið á um 60 milljónir dala en faðir hennar hefur farið með forræði yfir fjárráðum hennar frá árinu 2008. Britney hefur sakað föður sinn um grófa valdníðslu.