Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Annas Jón Sigmundsson skrifar 3. september 2021 08:00 Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kauphöllin Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun