Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Annas Jón Sigmundsson skrifar 3. september 2021 08:00 Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kauphöllin Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun