Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:05 Þúsundir málanna snúa að meintum brotum presta og átta biskupsdæmi í New York hafa þegar lýst gjaldþroti sökum þeirra fjárhagslegu byrða sem brot hafa valdið þeim. epa/Justin Lane Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn. Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira