Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:05 Þúsundir málanna snúa að meintum brotum presta og átta biskupsdæmi í New York hafa þegar lýst gjaldþroti sökum þeirra fjárhagslegu byrða sem brot hafa valdið þeim. epa/Justin Lane Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn. Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira