Val Ancelottis á Andra Lucasi vekur athygli spænskra fjölmiðla Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á meðal 40 leikmanna sem Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, valdi í Meistaradeildarhóp liðsins fyrir komandi tímabil. Spænskir fjölmiðlar hafa vakið sérstaka athygli á valinu. Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira