Sjúklingar og glæpamenn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. september 2021 10:01 Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun