Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 21:00 Svandís Svavarsdóttir við skóflustungu á nýju rannsóknahúsi Landspítala á Hringbraut. Stöð 2/Einar Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira