Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 5. september 2021 14:07 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn. Vísir/Egill Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. „Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“ Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
„Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent