Sýnidæmi KSÍ um þöggunarmenningu Halldór Auðar Svansson skrifar 6. september 2021 09:30 Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar