Gat ekki hugsað sér að slást við konuna sína Árni Sæberg skrifar 7. september 2021 09:01 Karlmaðurinn segir konu sína ávallt hafa talað gegn ofbeldi. Hún hafi hins vegar ekki viðurkennt eigið ofbeldi gegn sér. Myndin er sviðsett. Getty Karlmaður segir ofbeldi gagnvart körlum af hendi kvenna vera töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Hann deilir sögu af ofbeldissambandi sem hann var í með fyrrverandi konu sinni. Karlmaðurinn sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun undir nafnleynd en hann segist ekki vilja persónugera árásina. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég vel að koma fram en fyrst og fremst þá finnst mér þessi umræða sem hefur verið í gangi lituð, eða ekki lituð, hún er bara bjöguð, hún sýnir bara annað sjónarhornið á þetta,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn stígur fram í framhaldi af viðtali Bítismanna við Katrínu Öldu Bjarnadóttur sem skilaði nýlega BA-ritgerð þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn körlum af hálfu kvenna. Sagði hún það algengara en margur haldi. „Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst maður stöðugt vera að standa upp fyrir sjálfum sér,“ segir karlmaðurinn. „Í einu rifrildinu þá stígur konan upp og hún byrjar að berja, hún var í ágætisformi og hafði æft box, kýlt í boxpúða. Þannig þetta voru ágætishögg.“ Hann hafi ekki viljað slást við konuna sína. Óttaðist um líf sitt „Þarna vel ég það að taka ekki á móti, ástæðan fyrir því líka er sú að hún var það reið, það æst að hefði ég farið að takast á við hana þá hefðu það bara verið slagsmál og mig langaði ekki að slást við konuna mína.“ Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt ofbeldið myndi ganga. Vonandi gengi það fljótt yfir, það hefði gert það áður. Maðurinn segist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð „Þarna ligg ég bara og allt í einu finn ég að ég er bara orðinn hræddur. Ég hugsa til þess að það eru tveir metrar í eldhúshnífana,“ Hann segir konuna ekki hafa viljað gangast við því að árásin væri ofbeldi. Hann hafi bent henni á að svo væri og síðan gengið út af heimilinu í hinsta sinn. Leitaði til Drekaslóðar Hefur þú ekki fundið neina þörf til að leita þér aðstoðar? „Jú, ég geri það fjórum vikum seinna, þá fer ég að skoða hverjir eru að bjóða upp á aðstoð. Þá er einmitt Drekaslóð sem bauð upp á það, þannig ég fer í viðtal til þeirra og hef bara ekkert nema gott um þau að segja.“ Nokkrum mánuðum seinna ákvað hann að kæra árásina. Hann hafi ekki síst gert það vegna þess að konan hans hafi alltaf talað sjálf fyrir mikilvægi þess að kæra ofbeldi, þó hún hafi ekki gengist við þessu ofbeldi. Hvernig endaði það? „Ja, hún fer bara í skýrslutöku og lýgur bara blákalt,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn segist ekki vilja persónugera árásina og óttast það mest að fólk fari að benda á persónur og leikendur. Hann voni þó að hans frásögn hjálpi fleirum að stíga fram sem glími við heimilisofbeldi. Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Bítið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vel að koma fram en fyrst og fremst þá finnst mér þessi umræða sem hefur verið í gangi lituð, eða ekki lituð, hún er bara bjöguð, hún sýnir bara annað sjónarhornið á þetta,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn stígur fram í framhaldi af viðtali Bítismanna við Katrínu Öldu Bjarnadóttur sem skilaði nýlega BA-ritgerð þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn körlum af hálfu kvenna. Sagði hún það algengara en margur haldi. „Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst maður stöðugt vera að standa upp fyrir sjálfum sér,“ segir karlmaðurinn. „Í einu rifrildinu þá stígur konan upp og hún byrjar að berja, hún var í ágætisformi og hafði æft box, kýlt í boxpúða. Þannig þetta voru ágætishögg.“ Hann hafi ekki viljað slást við konuna sína. Óttaðist um líf sitt „Þarna vel ég það að taka ekki á móti, ástæðan fyrir því líka er sú að hún var það reið, það æst að hefði ég farið að takast á við hana þá hefðu það bara verið slagsmál og mig langaði ekki að slást við konuna mína.“ Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt ofbeldið myndi ganga. Vonandi gengi það fljótt yfir, það hefði gert það áður. Maðurinn segist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð „Þarna ligg ég bara og allt í einu finn ég að ég er bara orðinn hræddur. Ég hugsa til þess að það eru tveir metrar í eldhúshnífana,“ Hann segir konuna ekki hafa viljað gangast við því að árásin væri ofbeldi. Hann hafi bent henni á að svo væri og síðan gengið út af heimilinu í hinsta sinn. Leitaði til Drekaslóðar Hefur þú ekki fundið neina þörf til að leita þér aðstoðar? „Jú, ég geri það fjórum vikum seinna, þá fer ég að skoða hverjir eru að bjóða upp á aðstoð. Þá er einmitt Drekaslóð sem bauð upp á það, þannig ég fer í viðtal til þeirra og hef bara ekkert nema gott um þau að segja.“ Nokkrum mánuðum seinna ákvað hann að kæra árásina. Hann hafi ekki síst gert það vegna þess að konan hans hafi alltaf talað sjálf fyrir mikilvægi þess að kæra ofbeldi, þó hún hafi ekki gengist við þessu ofbeldi. Hvernig endaði það? „Ja, hún fer bara í skýrslutöku og lýgur bara blákalt,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn segist ekki vilja persónugera árásina og óttast það mest að fólk fari að benda á persónur og leikendur. Hann voni þó að hans frásögn hjálpi fleirum að stíga fram sem glími við heimilisofbeldi. Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér.
Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Bítið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira