Breiðhyltingar unnu að lokum 93-89 sigur í leik sem var jafn og spennandi á flestum sviðum. Tomas Zdanavicius skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir ÍR og Collin Pryor setti 22. Þá gerði Sæþór Elmar Kristjánsson 17 stig.
Hjá gestunum var Luciano Nicolas Massarelli stigahæstur með 21 stig og Daniel Mortensen skoraði 18. Þar með eru Þór dottnir úr leik í bikarnum 2021. ÍR eru hins vegar komnir í átta liða úrslit. Bikarinn 2022 verður spilaður með hefðbundnu sniði á þessu tímabili líka.
Þórsarar, sem unnu íslandsmeistaratitilinn nokkuð óvænt á síðustu leiktíð hafa misst talsvert úr sínu liði. Þeirra sterkasti íslenski leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson hélt á vit ævintýrana í Davidson háskóla í Bandaríkjunum og Halldór Garðar Hermannsson samdi við Keflavík. Þá hurfu allir þrír erlendu leikmenn liðsins á braut. Þannig að það skal engann undra að það taki nokkurn tíma fyrir Þórsliðið að slípa sig saman.