Hvenær má fjarlægja rampinn? Valborg Sturludóttir skrifar 8. september 2021 13:31 Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun