Ótrúleg dramatík er Brady og félagar hófu tímabilið á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 08:00 Tom Brady var frábær í nótt. Julio Aguilar/Getty Images Það er spurning hvort Tom Brady og Rob Gronkowski hafi fundið tímavél í sumarfríinu en þeir áttu báðir magnaðan leik er Tampa Bay Buccaneers hóf NFL-tímabilið með dramatískum sigri á Dallas Cowboys, lokatölur 31-29. Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira