Heilbrigðisráðherra lætur kanna möguleika á nýrri geðdeildarbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2021 12:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta gera úttekt á húsnæði geðdeilda Landspítala og láta kanna hvort byggja eigi nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Vísir Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum. Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01