Skattar og hið siðaða samfélag Drífa Snædal skrifar 10. september 2021 14:01 Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Skattar og tollar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun