Skattar og hið siðaða samfélag Drífa Snædal skrifar 10. september 2021 14:01 Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Skattar og tollar Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun