Fyrst var lið kallað út til að festa niður bunka af bárujárnsplötum sem voru að gera sig líklegar til flugtaks og í seinna skiptið varð vatnstjón í kjallara á höfuðborgarsvæðinu þegar brunnvatnsdælur biluðu og vatn tók að flæða.
Greint er frá útköllunum í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins.
Annars fór slökkvilið í 96 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af voru 27 forgangsverkefni og ellefu tengd Covid-19.